Vandræði með leiðbeinendur / Problems with supervisors

Því miður er málefnum doktorsnema ekki alltaf háttað eins og best verður á kosið. Hér má finna leiðbeiningar frá Miðstöð framhaldsnáms varðandi helstu leiðir til þess að koma á framfæri athugasemdum eða kvörtunum. Ef vandræðin snúa að samskiptum við leiðbeinanda er best að fara eftirfarandi leið:

  1. Sækja örnámskeiðið Tilverutrix doktorsnemans: Leiðir að skapa gott samband við leiðbeinanda sinn . Það er haldið árlega á haustönn og er hluti af Verkfærakistu doktorsnema.
  2. Hafa samband við verkefnastjóra doktorsnáms við viðkomandi deild.
  3. Hafa samband við umboðsmann doktorsnema.
  4. Ef umboðsmaðurinn getur ekki fundið lausn vandans mun hann heyra í Miðstöð framhaldsnáms fyrir ykkar hönd.

Athugið: Ef vandamálið snýr að kynferðislegri áreitni eða einelti skal hafa samband beint við fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi eða jafnréttisfulltrúa háskólans.


Sadly, PhD affairs are not always in order. Here you can find guidelines from the Board of graduate studies on where to make formal complaints or comments. If the problems you are facing are related to communications with your supervisor, the best way to go is the following:

  1. Attend the mini course PhD Life Hacks: Building a Good Relationship with Your Supervisor. It’s held annually during the fall semester and is a part of the PhD Toolbox.
  2. Contact the PhD studies coordinator at your department.
  3. Contact the ombudsman for PhD students.
  4. If the ombudsman cannot solve the issue, he will contact the Board of graduate studies on your behalf.

Note: If the matter concerns sexual harassment or bullying, contact the council for gender-based or sexual harassment and violence or the university’s equality officer.